Lærðu að kafa í þurrbúningi!
DIVE.IS er leiðandi í heiminum í útgáfu réttinda til að kafa í þurrbúning í köldu vatni.
Þessi samsetning er fyrir kafara með almenn köfunarréttindi sem vilja kafa í Silfru. Af öryggisástæðum hefur þjóðgarðurinn sett þær reglur að allir kafarar þurfa að kafa í þurrbúningi. Á þessu námskeiði lærir þú að kafa í þurrbúningi og endar svo á að kafa á einum flottasta köfunarstað í heimi; Silfru!
DIVE.IS býður upp á PADI Dry Suit námskeið þrisvar í viku og tekur námskeiðið allt að 12 klukkustundir. Til þess að geta skráð þig á þetta námskeið þurfa allir þátttakendur að vera með byrjenda köfunarskirteini á borð við PADI Open Water. Hér kennum við þér alla þá tækni sem felst í því að kafa í þurrbúnin og hvernig á að hegða sér í köldu umhverfi. Gott er að hafa í huga að þetta getur verið líkamlega þungt og erfitt námskeið þó við reynum að kenna það á sem auðveldan og skemmtilegan hátt.
Þetta inniheldur PADI Dry Suit Elearning sem allir nemendur þurfa að klára á PADI heimasíðunni. Þar eru myndbönd, stuttar kannanir og lokapróf sem að er byggt upp þannig að hver og einn nemandi getur gert þetta á sínum hraða og þarf ekki að ljúka öllu í einu. Þegar að nemendur mæta í sundlaugina mun leiðbeinandinn renna yfir bóklega hlutann lauslega áður en við skellum okkur í laugina.
Dagskrá:
Dagur 1: PADI Dry suit námskeið
• Við sækjum þig og keyrum heim eftir námskeiðið
• Æfingar í sundlaug
• Tvær kafanir
Dagur 2: Köfunarferð í Silfru
• Valið um hvort viðkomandi vilji keyra sjálfur að Silfru eða bóka far með okkur
• Ein köfun
Í sundlauginni mun kennarinn þinn sýna þér æfingar sem þú þarft að gera til að öðlast þurrgallaréttindin, síðar meir muntu svo gera þessari sömu æfingar í opnu vatni á köfunarstað sem að kennarinn þinn mun velja.
Á námskeiðinu munu aldrei vera fleiri en þrír nemendur á hvern kennara, einnig er bannað samkvæmt PADI að vera með myndavélar á meðan að námskeiðinu stendur. Engar áhyggjur, leiðsögumaðurinn þinn mun taka myndavél í köfunarferðina í Silfru daginn eftir.
Hægt er að kaupa minjagripi í bókunarferlinu með því að velja þá undir ,,Extras". Ef minjagripurinn sem þig langar að kaupa er ekki undir Extras, ekki hika við að hafa samband eða skildu eftir athugasemd í bókuninni þinni og við munum taka minjagripinn með okkur á Silfru.
Þú getur einnig bókað PADI Silfra Tectonic köfunarnámskeið með því að velja það í ,,Extras".
Ísland er svo fallegt og fullt af ólíkum köfunarstöum, þó eiga flestir þessir staðir sameiginlegt að þar er vatnið eða sjórinn heldur kalt.
Að kafa í köldu vatni krefst öðruvísi búnaðs og þekkingar, þar er oftar en ekki notað þurrbúninga sem heldur köfurum þurrum. Í því felst ákveðin flottækni og færni til að stjórna loftinu sem berst inn í búninginn með sérstakri slöngu.
DIVE.IS býður upp á PADI Þurrbúninganámskeið þrisvar í viku og leggur áherslu á gæði, öryggi, skemmtun og skilvirka kennslu á þurrbúningum með sérstökum þurrbúninga köfunarkennurum.
Það er gott að hafa í huga að þrátt fyrir skemmtun getur þetta námskeið verið líkamlega erfitt og inniheldur tvær kafanir í köldu íslensku vatni.
Athugið að þetta námskeið er ekki gert í Silfru, þar gilda reglum um að kafara þurfa að vera nú þegar með þurrbúningaréttindi. Ef þig langar að kíkja í Silfru líka erum við með sérstakan 2 daga pakka þar sem þú tekur námskeiðið á fyrsta degi og ferð síðan í Silfru á degi tvö.
Vinsamlegast athugið að myndavélar eru ekki leyfðar á námskeiðum samkvæmt PADI stöðlum.
Fyrir nánari upplýsingar um þurrbúningaköfun kíkið á þessa síðu http://www.drysuitdiving.org
10/10 would recommend
PADI Drysuit Diving Course -pool and open water dives pick-up from Reykjavik Such a fun experience! Hugo and Diogo were great instructors. Made the course fun while also very informative, safe, and professional! Made sure gear fit and functioned. Did a good job of handling a whole class of people at different technical and comfort levels.
Nánar um köfunarnámskeiðið
-
Allt árið um kring
-
10-12 klst
-
Lágmark 2 nemendur
-
Hámark 3 nemendur á hvern köfunarkennara
-
Vinsamlegast mætið með:
- Köfunarréttindin þín (PADI Open Diver Water eða sambærilegt)
- Eyðublað sem sýnir að þið hafið lokið PADI Dry Suit Elearning
- Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
- Ullarsokka
- Fatnað sem hentar veðri
Innifalið:
- Köfunar leiðbeinandi (e. Dive Instructor)
- Sundlaugaræfingar
- Tvær kafanir á námskeiðinu
- PADI útskriftargjald
- Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður
- Far í námskeiðið og heim
- PADI Dry Suit Elearning
- Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluti til, við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.
Öryggisreglur
Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:-
Vera kafarar með PADI Open Water kafara réttindi eða sambærileg réttindi
-
hafa lesið Diving Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðin PDF
-
hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF
-
Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsinguna okkar í byrjun ferðar PDF
-
vera minnst 150 cm eða mest 200cm
-
vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg
-
passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF
-
vera 17 ára (undirskrift frá forráðamanni nauðsynleg fyrir þá sem eru yngri en 18 ára)
-
líkamlega og andlega heilbrigðir
-
geta talað ensku
-
vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla
-
ekki vera barnshafandi
Þú gætir haft áhuga á þessu
Sjáðu hvernig námskeiðið er
Experience the course
Leiðsögumenn í þessari ferð
Þú munt fá leiðsögn frá einum þessara frábæru leiðbeinenda
Algengar spurningar
-
Má ég taka mína eigin myndavél með í þurrbúninganámskeiðið?
-
'Því miður leifa PADI staðlar ekki að nemendur né kennarar notist við myndavélar í námskeiðum. Þar sem við erum 5 stjörnu köfunarskóli verðum við að fylgja þessum stöðlum.
-
-
Get ég tekið PADI þurrbúninganámskeiðið og kafað í Silfru?
-
Til að geta kafað í Silfru þurfa allir kafarar að vera með þurrbúningaskírteini nú þegar eða ákveðin fjölda þurrbúningakafana. Við höfum búið til ákveðinn 2 Daga pakka. Í þessum pakka klárar þú PADI Þurrbúninganámskeið á degi eitt og síðan ferðu í Köfun í Silfru á degi tvö.
-
-
Á ég að koma með vetlinga?
-
Við mælum með að mæta með vetlinga í ferðina allan ársins hring, þetta er til að hita á þér hendurnar eftir ferðina, þá sérstaklega á veturna. Á meðan á ferðinni stendur færð þú hanska frá okkur sem eru úr neoprene efni.
-
-
Í hverju á ég að vera? Þarf ég að kaupa föðurland?
-
Það er best að mæta á Silfru nú þegar klædd í föðurlandið og ullarsokkana þar sem það er ekki mikið pláss til að skipta um föt á Silfru. Ef þú átt ekki föðurland er líka allt í góðu að klæðast bara einhverju hlýju, þröngu og mjúku. Eins og t.d. leggings, jóga buxur, hlaupabuxur, langermabolur eða þunna peysu. Hettupeysur og gallabuxur er ekki besti kosturinn.
-
Skoðaðu allar spurningar