Allt á einum stað!
Láttu drauminn rætast!
Nýttu tímann heima í að gera bóklega hlutann á netinu > kafaðu í Silfru í sumar.
Við höfum sett saman æðislega upplifun sem inniheldur tvö köfunarréttindi og köfun í hinni vinsælu Silfru á aðeins 4 dögum! Pakkinn inniheldur PADI Open Water köfunarnámskeiðið og PADI Dry suit (þurrbúninga) námskeiðið og þannig slærðu tvær flugur í einu höggi! Við endum svo þetta frábæra þriggja daga námskeið með köfunarferð í Silfru eins og alvöru Víkingar á fjórða degi.
Að námskeiðinu loknu munu þeir nemendur sem hafa klárað bóklega og verklega hlutann af námskeiðinu verða vottaðir sem PADI Open Water kafarar með PADI Dry Suit réttindi og geta kafað niður á 18 metra dýpi með köfunarfélaga án leiðbeinanda eða kennara hvar sem er í heiminum. Bæði köfunarskírteinin gilda til lífstíðar og eru alþjóðlega viðurkennt ISO staðlað nám.
Þessi sérstaki pakki fylgir PADI Open Water og Dry suit reglunum og fer yfir eftirfarandi köfunaræfingar:
• Heimur undirdjúpanna
• Köfunarbúnaður
• Köfunarfélaga kerfi
• Köfunarumhverfið
• Samskipti
• Köfunarplan
• Áhættustýring köfunar
• Köfunar-töflur
• Köfunar-tölvur
• Ratvísi
Til þess að geta tekið þátt í æfingunum í sundlauginni þurfa allir þátttakendur að hafa lokið E-learning námi á PADI heimasíðunni, þar á meðal lokaprófi. Þar eru myndbönd, stuttar kannanir og lokapróf sem að er byggt upp þannig að hver og einn nemandi getur gert þetta á sínum hraða og þarf ekki að ljúka öllu í einu. Við sendum þér tengil á námsefnið eftir bókun og greiðslu námskeiðs. Athugið að það tekur um það bil 12 klukkutíma að fara í gegnum allt efnið, við mælum því með því að byrja að læra nokkrum dögum áður en námskeiðið byrjar.
Þegar að nemendur mæta í sundlaugina mun leiðbeinandinn renna yfir bóklega hlutann lauslega áður en við skellum okkur í laugina. Þar munum við gera svokallaðar Confined Water Dives og eru þær fimm talsins. Einnig mun leiðbeinandinn biðja þig um að synda 200 metra og fljóta í 10 mínútur. Þessi dagur tekur um 4-5 klukkustundir.
Því næst eru skipulagðar samtals fimm kafanir á 2 dögum, fjórar til að klára Open Water námskeiði og svo ein í kjölfarið til að klára Dry suit réttindin. Þar gerum við sömu æfingar og í sundlauginni nema nú er það á köfunarstað í kring um höfuðborgarsvæðið. Leiðbeinandinn mun meta aðstæður að hverju sinni og velja stað sem er öruggastur og bestur fyrir kennslu.
Við endum svo þessa frábæru helgi með köfunarferð í Silfru.
Um Sportköfunarskóla Íslands (DIVE.IS)
Sportköfunarskóli Íslands hefur kennt fólki að kafa síðan 1997. Við notum nafnið DIVE.IS á erlendum markaði. Við erum stolt af því að vera 5 stjörnu PADI Dive Center en PADI samtökin eru virt köfunarsamtök sem gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.
PADI open water + diving in Silfra
Me and my girlfriend have finished the PADI open water course + dive in Silfra.
Our man Rami was super understandable, chill and professional when it came to to the course.
Ant which was diving with us in Silfra was exceptional diver, with a lot of cool stories, he took care of our safety and made this trip unforgettable,
Highly recommend whole experience, diving center and the guys especially!
Nánar um köfunarnámskeiðið
-
Apríl - október. Þetta námskeið er í boði á öðrum tímum, endilega hafðu samband til að kanna málið
-
Námskeiðið tekur 4 daga
-
Að minnstu kosti 3 þátttakendur og í mesta lagi 4 þátttakendur á kennara
-
Verðið inniheldur PADI eLearning registration fee (vottunargjald), sem er greitt beint til PADI. Þetta gjald er um það bil 10.000 kr.
-
ATH Þú munt þurfa að læra í u.þ.b. 12 tíma áður en námskeiðið byrjar
-
Open water course
First, choose a date for your Open Water + dry suit course
Diving Silfra tour - selfdrive
Then choose a date for your dive in Silfra if you would like to selfdrive
Diving Silfra tour with pick up
If you prefer pick up for your Diving Silfra tour then choose this option
Innifalið:
- Leiðbeinandi með PADI réttindi
- Allur útbúnaður
- PADI Open water E-learning rafrænt námskeið
- PADI Þurrbúninganámskeið (e.dry suit) eLearning rafrænt námskeið
- PADI vottunargjald
- Allar sundlaugakafanir
- Sundlaugakostnaður
- Allar sjókafanir
- Aukakennsla er ekki innifalin
Stéttarfélag og aðrir möguleikar:
- Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluti til. Við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.
- Ef þú ert nemandi, getur námskeiðið talist sem einingar til lokagráðu.
- Eftir að námskeiði er lokið getur þú gengið í Dive.is Köfunarklúbbinn þar sem þú getur fengið afslætti af ferðum og námskeiðum auk þess að leigja búnað.
Upplýsingar um námskeiðið
Námskeið er sett saman af tveimur námskeiðum, PADI Open Water og PADI Dry suit. Það er kennt í 3 daga, síðan er köfun í Silfru á fjórða degi.
Fyrsti dagurinn verður í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Næstu tveir dagarnir verða á þeim köfunarstað þar sem kennarinn velur og veður leyfir, síðasti dagurinn er síðan á Silfru.
eLearning námsefni:
Þú klárar öll "Knowledge Development" og próf á netinu á eigin hraða heima áður en þú kemur á námskeiðið og ferð svo í gegnum upprifjun með kennaranum áður en þú ferð í laugina. Þar sem þetta eru tvö námskeið saman færðu tvo mismunandi e-learning pakka sem þú þarft að fara yfir, vinsamlegast klárið Open Water áður en þið byrjið á Dry suit.
Mikilvægt er að búið sé að klára e-learning áður en komið er í sundlaugina á degi eitt.
Uppsetning námskeiðs
Dagur 1: Farið yfir eLearning námsefni með kennara og sundlaugardagur. Æfingar 1-5 kláraðar, 10 mínútna flot og 200m sund án tímatöku.
Dagur 2: Open Water Kafanir 1 & 2
Dagur 3: Open Water kafanir 3 & 4, hér er bætt við köfun númer 5 til að klára Dry suit réttindin á sama tíma.
Dagur 4: Köfun í Silfru
Þegar þú hefur lokið PADI Open Water og PADI Dry suit námskeiðunum hefur þú lokið:
- Fimm fræðilegum köflum um köfun, þar með talið stöðupróf og lokapróf
- Sundlaugarköfunum
- 200m samfeldu sundi án tímatöku og 10 mínútna floti
- Fimm köfunum í vatni eða sjó.
Öryggisreglur
-
vera að minnsta kosti 17 ára (undirskrift lögráðanda ef þáttakandi er undir 18 ára)
-
vera í góðu formi
-
kunna að synda og líða vel í vatni
-
geta talað ensku
-
ekki vera barnshafandi
-
fylla út PADI Medical Statement