Hestaferð og Silfra á einum degi
on the popular Golden circle
Sláðu tvær flugur í einu höggi með því að snorkla í Silfru og hestaferð í Mosfellssveit.
Þessi ferð með DIVE.IS var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019.
Við segjum stolt frá því að við getum boðið upp á ferðir í hæsta gæðaflokki á Silfru. Við skulum segja þér af hverju:
- Við erum með auka leiðsögumann á Silfru sem aðstoðar bæði þig og aðra leiðsögumenn fyrir og eftir sjálft snorklið. Þessar aukahendur gera allt ferlið þægilegra fyrir þig auk þess að veita leiðsögumanninum öryggi þegar hann er kominn ofan í Silfru.
- Við erum með stóran, upphitaðan bíl þar sem þú getur skipt um föt í skjóli frá veðri og vindum.
- Eftir snorkl ferðina hitum við þig upp með kakó og smákökum.
- Allir leiðsögumennirnir okkar eru reyndir atvinnu PADI kafarar og hafa farið í gegnum þjálfun áður en þeir fara með þig í Silfru.
Silfra er þeim eiginleikum gædd að vera með einstaklega tært vatn þar sem þú hefur allt að 100 metra skyggni. Undir yfirboðinu leynist dáleiðandi heimur sem á sér engan líkan í heiminum. Silfra liggur á milli tveggja jarðfleka, Norður Ameríkuflekans annarsvegar og Evrasíuflekans hinsvegar. Í Silfru er jökulvatn sem hefur tekið áratugi að síast neðanjarðar í gegnum hraunið sem skilur Þingvelli frá Langjökli. Vegna þessarar síunar er Silfra með einstaklega tært vatn sem gerir okkur kleift að sjá niður á botn frá yfirborðinu.
Í Laxnessi muntu upplifa æðislega herstaferð í gegnum Mosfellsdalinn. Þú færð allan búnað sem þarf fyrir ferðina og þetta er tilvalið fyrir byrjendur sem reynslumikla.
Vinir okkar í Laxness keyra þig til baka í Reykjavík að ferð lokinni. Þér er einnig velkokmið að koma sjálfur á staðinn, þá hittiru okkur beint á Silfru á Þingvöllum um morguninn og síðan keyrir þú í Laxness í hestaferðina.
Vinsamlegast skoðið bókunardagatalið okkar til að skoða brottfarir.
Hægt er að kaupaminjagripi í bókunarferlinu með því að velja þá undir "Extras". Ef minjagripurinn sem þig langar að kaupa er ekki undir Extras, ekki hika við að hafa samband eða skildu eftir athugasemd í bókuninni þinni og við munum taka minjagripinn með okkur á Silfru.
Snorkeling+Horseback Riding=A great day!
My 2 friends and I did the morning Snorkeling followed by the afternoon horseback riding. It was a truly unique experience. Our guide, Rudi, picked us up and then there was some confusion about where the other person he was picking up was staying. It was great to see the amount of effort that went into finding this person and making sure they wouldn't be left behind. Rudi was great! He told us stories and made sure we were entertained the whole time. He really helped make it a special trip. They drove us over to Laxnes Horse Farm after our snorkeling and we enjoyed a 2 hour horseback ride. An all around great experience! Definitely would recommend!
Nánari upplýsingar
-
Daglega febrúar - október
-
Finnurðu ekki ferð á dagsetningu sem hentar þér? Hafðu samband á dive@dive.is og við skoðum málið
-
Aðeins 6 manns með hverjum leiðsögumanni (hestaferðin gæti verið með fleiri)
-
Lágmark 3 snorklarar. Við endurgreiðum þér að fullu ef lágmarksfjölda er ekki náð
Vinsamlegast mætið með:
- Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
- Ullarsokka
- Fatnað sem hentar veðri
- Augnlinsur ef þið notið gleraugu að staðaldri
Innifalið í verðinu:
- Leiðsögn um Silfru
- Allur nauðsynlegur búnaður til þess að Snorkla
- Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
- Silfru gjald (1500 kr á mann)
- Leiðsögn í hestaferð
- Ef þú velur ferð með akstri þá er akstur milli Reykjavíkur og Þingvalla innifalinn
Ekki innifalið:
- Matur
Brottfarir:
Vinsamlegast skoðið bókunardagatalið til hliðar.
Þú getur notað Ferðagjöfina hjá okkur, þú slærð einfaldlega inn gjafakóðann þinn á greiðslusíðunni
Öryggisreglur
Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:-
hafa lesið Snorkeling Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina PDF
-
hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF
-
Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu í byrjun ferðar PDF
-
vera minnst 150 cm eða mest 200cm
-
vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg
-
passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF
-
vera 12 ára
-
vera öryggur í vatni og kunna að synda
-
líkamlega og andlega heilbrigðir
-
vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla
-
geta talað ensku
-
ekki vera barnshafandi
Timeline of your tour
Taktu minningarnar með þér heim
Upplifðu ferðina
Leiðsögumenn í þessari ferð
Þú munt fá leiðsögn frá einum þessara frábæru leiðbeinenda
Þú ferð að snorkla og í hestaferð hér
Heimilisfang
Silfra
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
801 Selfoss
Laxness hestaleiga
271 Mosfellsbær