Silfra í öllum regnbogans litum!
Íslenska sumarið er engu öðru líkt! Hvernig væri að prufa eitthvað öðruvísi? Eins og að kafa í Silfru við sólsetur?
Þessi ferð er eins og venjulega köfunarferðin í Silfru en það sem er sérstakt er að þetta er kvöld köfun. Þá erum við á Þingvöllum þegar nánast enginn er þar og litirnir sem himininn býður upp á endurspeglast í vatninu í Silfru!
Þessi tímasetning á ferðinni býður þér einnig upp á að gera eitthvað annað yfir daginn og jafn vel skreppa í skemmtilega köfunarferð eftir vinnu!
Allir kafarar verða að hafa þurrbúningaréttindi eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá köfun í Silfru, sem þarf að staðfesta með skriflegri sönnun frá köfunar leiðbeinanda (e. diving instructor).
Ef þú uppfyllir ekki þessi skilyrði geturðu tekið PADI Þurrbúninganámskeiðið okkar (eða sambærilegt) áður en þú kafar í Silfru. Eða þú getur bókað þig í þurrbúninganámskeið og Kafað í Silfru 2 daga pakkann okkar.
Ef vinir eða fjölskylda vilja koma og upplifa Silfru með þér en eru ekki með köfunarréttindi geta þau komið með í Snorkl í Silfru ferðina okkar.
Hægt er að kaupa minjagripi í bókunarferlinu með því að velja þá undir ,,Extras". Ef minjagripurinn sem þig langar að kaupa er ekki undir Extras, ekki hika við að hafa samband eða skildu eftir athugasemd í bókuninni þinni og við munum taka minjagripinn með okkur á Silfru.
Þú getur einnig bókað PADI Silfra Tectonic köfunarnámskeið með því að velja það í ,,Extras".
Midnight Sun Silfra Dive
I did the Silfra Midnight Sun dry suit diving, which I highly recommend. Our dive guide Ants was extremely friendly, attentive, and professional. He really went the extra mile to ensure the best possible dive experience. The tour begins with a thorough briefing where the dive is described in detail and any questions are answered. The gear was in great condition and fitted for each person- I have very narrow wrists, so the suit required a little taping and tailoring to ensure that it was completely sealed. The dive itself was very unique- the water is some of the clearest in the world, and the fissure itself is dramatic and with strikingly basalt columns. Although the geology stole the show, we did get a visit from a white finned Arctic Char and a comically belligerent seagull. Thank you to everyone at Dive.IS for a wonderful, once in a lifetime experience! I can't wait to dive with you again :)
Nánari upplýsingar
-
15 maí - 31 júlí
-
4-5 klst
-
Lágmark 1
-
Aðeins 3 kafarar með hverjum leiðsögumanni
Vinsamlegast mætið með:
- Köfunarréttindin þín (PADI Open Diver Water eða sambærilegt)
- Staðfestingu á þurrbúnningaréttindum eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá dagsetningu ferðar
- Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
- Ullarsokka
- Fatnað sem hentar veðri
Innifalið:
- Köfunar leiðbeinandi (e. Dive Instructor)
- 1 köfun
- Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður
- Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
- Silfru gjald (1500 kr á mann)
Departures:
Meet on location only - meeting time at Silfra is at 20:00
Öryggisreglur
Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:-
Vera kafarar með PADI Open Water kafara réttindi eða sambærileg réttindi
-
hafa þurrbúningaréttindi og eina skráða köfun í þurrbúningi innan 2 ára frá ferð í Silfru eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá köfun í Silfru, sem þarf að staðfesta með skriflegri sönnun frá köfunar leiðbeinanda (e. diving instructor) PDF
-
hafa lesið Diving Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina. PDF
-
hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF
-
Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsinguna okkar í byrjun ferðar PDF
-
vera minnst 150 cm eða mest 200cm
-
vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg
-
passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF
-
vera 17 ára (undirskrift frá forráðamanni nauðsynleg fyrir þá sem eru yngri en 18 ára)
-
líkamlega og andlega heilbrigðir
-
vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla
-
geta talað ensku
-
ekki vera barnshafandi