atv_en_route.jpg

Fjórhjól og hópefli í Aurora Basecamp

Fjórhjólafjör og grillveisla á einstökum stað

Fjórhjól og fjör í Aurora Basecamp

Hér er hugmynd að frábærum degi fyrir starfsmannahópa. Ferðin hefst á klukkutíma fjórhjólaævintýri í Grindavík þar sem þú ferðast í gegnum fallegt íslenskt landslag og endar á toppi Hagafells þar sem þú sérð útsýni yfir Bláa Lónið, Svartengi og fleiri falleg svæði. Samstarfsaðilar okkar í Grindavík eru hokin af reynslu þegar kemur að því að búa til skemmtilegar upplifanir fyrir hópa. Athugið að verð miðast við 2 á hjóli.

Eftir fjörið er farið yfir í Aurora Basecamp. Hér er upplagt að hafa hópefli eða hrista hópinn saman yfir mat og veigum. Hópurinn getur haft það notalegt úti við varðeld eða inni við kamínuna. Grillaðstaða er á svæðinu og þú getur grillað dýrindis grillmat ofan í hópinn þinn. Einnig er vinsælt er að panta veitingar frá samstarfsaðilum okkar sem mæta á staðinn með mat fyrir alla. Athugið að grillmatur og veitingar aðrar en kaffi eru ekki innifaldar í verðhugmynd.

Hægt er að breyta þessari ferð með því að hafa fjórhjólaferðina í kringum Aurora Basecamp og Kleifarvatn. Einnig er hægt að hafa partý fram eftir kvöldi og panta veitingar frá samstarfsaðilum okkar. Hafðu samband við okkur á dive@dive.is með þínar hugmyndir.

Nánari upplýsingar

  • Við getum sérsniðið þessa ferð að þörfum þínum

  • 1 klukkutími á fjórhjóli, 3 tímar á Aurora Basecamp

  • Í boði daglega allt árið, við finnum tíma sem hentar hópnum þínum

  • Verðið miðast við 10 manns, við finnum rétta verðið ef þú ert með stærri hóp

  • Verð miðast við 2 manneskjur á hjóli

  • Hafðu samband á dive@dive.is til að bóka hópinn þinn

Vinsamlegast mætið með:

  • Fatnað sem hentar veðri
  • Gilt ökuskírteini

Ekki innifalið

  • Skutl til og frá Reykjavík
  • Grillmatur
  • Borðbúnaður

Innifalið í verðinu:

  • Fjórhjólaferð, verð miðast við 2 manneskjur á hjóli
  • Allur nauðsynlegur búnaður fyrir fjórhjólaferð
  • U.þ.b. 3 klukkutímar í Aurora Basecamp
  • Heimsókn í Myrkragerðið
  • Grillaðstaða
  • Kaffi fyrir hópinn
  • visa.png
  • mastercard.png

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:
  • Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu í byrjun ferðar PDF

  • líkamlega og andlega heilbrigðir

  • geta talað ensku

  • Vera með gilt ökuskírteini

Upplifðu ferðina

Loading YouTube Player...

Þú munt snorkla hér

Reykjanes peninsula

Open in Google Maps

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu