Fljótandi hugleiðsla
Yfirlit yfir allar ferðir
DIVE.IS er í fararbroddi á Íslenskum markaði og er eina 5 stjörnu PADI köfunarfyrirtækiðá Íslandi. Við bjóðum upp á fjöldan allan af köfunarferðum og snorkeling ferðum á Íslandi og höfum yfir 20 ára reynslu. Á þessum ferli höfum við lagt áherslu á gæða ferðir og bestu þjónustuna á okkar sviði.
Margar ferðirnar okkar eru í samstarfi við aðra aðila og bjóðum þannig upp á tvær ferðir á einum degi. Einnig bjóðum við upp á lengri ferðir og hvataferðir á öllum okkar köfunarstöðum.
Við vjóðum einnig upp á sér snorkeling ferðir og sér köfunar ferðir fyrir hópa, einstaklinga, frétta- og sjónvarps teymi.

Köfunar ferðir
EINSTÖK UPPLIFUN
Ísland býður upp á marga einstaka köfunarstaða. Þar færðu tækifæri til að upplifa og sjá hluti sem þú getur ekki séð neinstaðar annarrstaðar. Skelltu þér í þurrbúning og komdu með okkur á milli heimsálfa, í sjóinn eða á jarðhitasvæði. Við bjóðum einnig upp á aðrar ferðir settar saman með köfunarferðunum okkar.Snorkeling ferðir
Langar þig að svífa milli heimsálfa?
Hitastig: Rétt yfir frostmark.Skyggni: Fer algjörlega eftir gæðum á grímunni þinni.
Hvar: Á milli heimsálfa.
Hvað annað: Skipulagðu fleiri ferðir sama dag
Hvers vegna: Þú vilt EKKI missa af þessu

Lengri ferðir
FERÐAST OG KAFA UM ALLT LAND
Í lengri ferðunum okkar stoppum við og köfum á vinsælustu stöðum landsins. Þar eru margir staðir sem eru einstakir og frægir á heimsvísu. Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla áhugakafara.
Sérferðir
Þú þarft ekki endilega að vera frægur
Oftar en ekki er betra og skynsamlegra að bóka sérferð. Þar er innifalið sér leiðsögumaður sem einbeitir sér einungis að þér og þínum hóp á þeim tíma sem að hentar best.
Group tours
For groups with 18 or more people
We here at DIVE.IS have been welcoming big groups for a long time, for example school groups and companies. We know how to make the process smooth and a lot of fun.
Frétta- og sjónvarpsteymi
íSLAND ER EINSTAKT MYNDEFNI
Í gegnum tíðina höfum við haft þau forréttindi að aðstoða frétta- og sjóvarpsteymi frá öllum heimshornum að ná fullkomnu myndefni. Einnig bjóðum við upp á gæða upplýsingar og viðtöl ef þess er þörf á. Við leggjum mikla vinnu í þetta og höfum gott tengslanet til að bjóða upp á allra bestu ferðina.Frequently asked questions
-
Getur ferðafélagi minn komið með mér án þess að taka þátt í ferðinni?
-
Auðvitað. Við erum með sérstakt gjald fyrir ferðafélaga sem kostar 5000.-isk á mann. Við getum bókað þetta fyrir þig í gegnum tölvupóst. Ef þið eruð að keyra sjálf eru ferðfélagar velkomnir án gjalds þar sem að Þingvellir krefjast ekki aðgöngueyris.
-
-
Er eitthvað líf í Silfru?
-
Það er líf í Silfru en þó er það mest megnis plöntur eða hryggleysingjar sem eru svo litlir að þeir sjást ekki. Silfra er heimili fyrir grunnvatnsmarflóa sem hafa hlotið sérstakt heiti Crymostygius Thingvallensis og finnast aðeins í Þingvallavatni. Það eru margir fiskar í Þingvallavatni en þó kíkja þeir aðeins í Silfru í kringum ágúst og september þegar mökunartímabilið á sér stað. Í Silfru eru smáar bleikjur sem eru um nokkri sentímetrar langar en geta orðið allt að 10 sentímetra langar. Þær lifa mjög djúpt í myrkrinu en stundum eru kafarar og snorklarar heppnir að sjá glitta í þær.
-
-
Hversu löng er snorkl ferðin í Silfru?
-
Ferðin tekur um 2 til 2,5 klukkustundir frá upphafi til enda, þar er ekki innifalið skutl til og frá Silfru. Lengd ferðarinn fer alfarið eftir fjöldanum í ferðinni, stærð hópanna og hversu margir eru á Silfru á tilteknum tíma. Ef þú ert að plana aðra ferð eftir þess þá mælum við með að þið reiknið með þremur tímum á Silfru. Ef þú bókar ferð með akstri er gott að reikna með auka tveimur tímum.
-
View all our FAQs